Um okkur

Area Art er nýtt fyrirtæki en tilurð þess var áhugi minn og móður minnar, Guðríðar Friðriksdóttur, á mottum og fallegri hönnun. Aðdragandinn var margra ára leit mín að fallegri mottu í stofuna mína sem endaði á erlendum húsgagna- og hönnunarsíðum en eftir miklar stúderingar og allmörgum kvöldum síðar áttaði ég mig á því að þær mottur sem heilluðu voru flestallar frá sama framleiðandanum, Gandia Blasco á Spáni. Það var svo vorið 2016 að við fjölskyldan vorum á ferðalagi um austurströnd Spánar að ég fór í heimsókn til Gandia Blasco. Eftir heimsóknina varð mér ljóst að þetta varð að gerast, ég varð að eignast mottu frá þeim, svo hrifin var ég af hugsjón þeirra, hönnun og gæðastefnu. Úr varð frábært samband við starfsfólkið hjá þeim og svo á endanum samdist okkur um að Area Art yrði dreifingaraðili þeirra á Íslandi.

Við voum að þið sjáið fegurðina í vörunum þeirra en gæðin, handbragðið og litaval þeirra er einstakt!

 

Harpa